mánudagur, mars 05, 2007 

Ný síða

ALgjört drasl eftir að þessu var breytt.... hætt og farin

þriðjudagur, febrúar 27, 2007 

Krakkinn okkar....

er nú aldeilis búinn að minna á sig. Ætlaði eitthvað að reyna að koma í heiminn fyrir áætlaðan tíma en sem betur fer ákvað nú móðirin loksins að hafa samband við ljósuna. Fór á sjúkrahúsið í "rit" á fæðingarstofunni þannig að núna erum við öllu kunnug þar (óþægilegt rúm sem ég á ekki eftir að geta "legið" í, enda er þetta vinnurúm ekki satt??") þar sem nokkuð reglulegir samdrættir komu fram. Fékk ég svo töflu sem dró úr samdráttunum sem að lokum hættu sem betur fer. Ákveðið samt að ég myndi liggja inni til frekara eftirlits. Fannst ótrúlega erfitt að þurfa að gista þarna þó svo að þetta sé staður sem ég vinn á og veit að það er gott að vera þarna. Svona er maður skrýtinn þegar upp er staðið :) Fór svo aftur í "rit" um morguninn og fékk aðra töflu. Leiddist óskaplega mikið að horfa á sjónvarpið og lesa sem er nú ótrúlegt af því að mér finnst það svo notalegt þegar ég er heima hjá mér! Svo var þriðja "ritið" tekið eftir hádegi og fór ég heim um þrjú með töflur í farteskinu til að taka ef þetta skyldi byrja aftur. Er núna bara komin heim og fer að öllum líkindum ekki aftur að vinna. Finnst ótrúlega erfitt að vera heima og "taka því rólega". Held að ég kunni það ekki og er strax farin að skipuleggja tiltekt í þvottahúsinu, helst hefði ég viljað mála líka, en ég þarf nú víst að passa mig því krakkinn þarf að vera í bumbunni í a.m.k. 4 vikur í viðbót til að mega fæðast hér. Best að leggjast í bómul og krossleggja fætur.....

þriðjudagur, febrúar 20, 2007 


Gullfalleg og búttuð prinsessa leit dagsins ljós á bolludaginn 19. febrúar kl. 11:10.
Elsku Halla og Doddi til hamingju með þetta yndislega kríli..

fimmtudagur, febrúar 15, 2007 

Hún á afmæli í dag....


Til hamingju með afmælið elsku Halla.... Sakna þín heavy mikið :( Kossar og knús

mánudagur, febrúar 12, 2007 


Úfff það eru 9 vikur eftir.. ekki það að ég sé orðin þreytt heldur er þetta bara svo ótrúlega lengi að líða.
Dreymdi í nótt að við hefðum eignast strák og var þetta nú ekkert mál í draumnum að eignast eitt stykki barn. Aðal efni draumsins var legan á fæðingardeildinni en þar sem að ég var starfsmaður hjá stofnuninna þá þurfti ég ekki eins mikla umönnun. Þurftum að fara út um allt hús að leita að sængum til að sofa með og sængurfötum. Siggi var nú reyndar hjá mér í draumnum þar sem að ég var ein á deildinni (algjör lúxus og vona ég að það verði þannig um miðjan apríl)... ég fékk enga tilsögn eða eftirlit með brjóstagjöf og ég vaknaði eiginlega bara í panik kasti þegar ég áttaði mig á því í draumnum að strákurinn var ekkert búinn að drekka í rúman sólahring....
Fróðar konur hér í vinnunni segja að það boði gott að dreyma sveinbarn og sérstaklega ef það er manns eigið, þannig að þetta á ekki eftir að verða neitt mál (krosslegg fingur).
Krílið dafnar vel og samkvæmt netinu er það nú 30cm og eitt og hálf kíló. Það er alltaf með hiksta, svona 4-5 sinnum á dag, frekar einkennileg tilfinning, svona eins og auka hjartsláttur inni í manni. Annars er allt gott að frétta af okkur, ótrúlega róleg ennþá þannig að það er kannski bara eins gott að tíminn skuli vera svona lengi að líða. Annars erum við bæði bara orðin rosa spennt og hlökkum til að takast á við þetta allt saman :=)

föstudagur, febrúar 09, 2007 

Hann á afmæli í dag...

föstudagur, febrúar 02, 2007 

Hún á afmæli í dag...


hún elsku Heiða mín. Til hamingju með afmælið, sjáumst á morgun í skírninni hjá prinsessunni...
Kossar og knús úr Sundstræti 37:)